Ævintýri.is

Um okkur

Stofnendur Ævintýris eiga börn á aldrinum 0-6 ára sem þykir öllum fátt skemmtilegra en að lesa og skoða bækur. Eftir dvöl erlendis þar sem persónulegar barnabækur njóta mikilla vinsælda, þar á meðal hjá okkar eigin börnum, fannst okkur vanta þennan möguleika á annars hinn frábæra barnabókamarkað hér á landi.

Það er að mörgu að huga við gerð persónulegar barnabókar og var ferlið mun lengra en við gerðum ráð fyrir. Við vorum því afar ánægð og stolt fyrstu bókinni okkar, Lærir litina. Lestur er gæðastund barns og foreldris, góð afþreying og á sama tíma frábær leið fyrir börn til að læra og auka málþroska. Við höfum sjálf upplifað að með persónulegum barnabókum sýna börnin enn meiri áhuga á innihaldi bókarinnar og erum afar stolt af því að geta boðið þennan möguleika á íslenskum bókamarkaði. Við höfum núna gefið út þrjár bækur og stefnum á að gefa út mun fleiri á næstunni. Hægt er að lesa meira um okkur og ferlið að bókunum hér.